Right click not available.

Book Online

* Please Fill Required Fields *

Svo hver eru þessi akmyndir og hvað merkir nafnið?

Stafurinn A í nafninu kemur frá stofnanda okkar, honum Axel. Upphaflega voru þau tvö, Axel og Kristín og þaðan kom nafnið.
Síðan þá hefur Kristín flutt úr landi og komið sér undan nafninu en á sama tíma hafa aðrir snillingar komið og vinna nú undir því.
Við höfum unnið undir þessu nafni í fjölda ára og stefnum ekkert á að hætta því í bráð.

Axel Rafn

Axel Rafn

Ljósmyndari

Axel Rafn er snillingurinn og stofnandi AKMynda, hann hefur lært listljósmyndun hér á landi og er að vinna í að klára gráðu frá New York Institute of Photography.

Axel elskar fólk og að ljósmynda það. Oft nefndur fluga á vegg því að hann er í essinu sínu í brúðkaupum, veislum og mannamótum yfirhöfuð. En hann elskar líka að ferðast og kynnast náttúrunni. Á það til að týnast með myndavélina út í náttúrunni hér á Íslandi.

Ragna Hrund

Ljósmyndari

Ragna Hrund er annar aðal ljósmyndara okkar, hún hefur mikinn áhuga á norðurljósum og sögum af landinu okkar fagra, enda vinnur hún sem leiðsögumaður hjá stóru ferðafyrirtæki hér á landi.

Henni finnst líka gaman að vera fyrir framan myndavélina og hefur fengið að njóta sín þar oftar en einu sinni.

Svanfríður Sunna

Svanfríður Sunna

Eftirvinnsla / Ljósmyndari

Svanfríður, eða Sunna eins og hún er oftast kölluð, er snillingurinn okkar í Photoshop og vinnur margar af myndum okkar í eftirvinnslu, auk þess að vera sem auka ljósmyndari í stærri verkefnum.

Meðal áhugamála hennar er að teikna og mála. Þess má geta að hún er vel undirbúin hverju sem þér dettur í hug að henda í hana í Photoshop.

Íris Björk

Íris Björk

Bókari

Íris er með skýran og kláran haus á herðum sér og heldur bókunum okkar í reglu.

Ástríða hennar á amerískum bílum og Ray Ban sólgleraugum liggur í augum uppi ef þú þekkir hana, en þessi elskulega fjögurra barna móðir stekkur inn sem auka ljósmyndari sé þess þörf.