Right click not available.

Book Online

* Please Fill Required Fields *

Norðurljósatíð

Fólk, Náttúra / No Comment / August 28, 2017

Núna er komin tími norðurljósanna og Axel er nú þegar byrjaður að eltast við þau.
Í síðustu viku var hann í miðbæ Reykjavíkur og hitti þar indælt par frá Kanada sem var hér til að sjá norðurljósin.

Verandi þessi góði gaur sem hann er, þá bauð hann þeim það að taka mynd af þeim við Sólfarið með norðurljósin í bakgrunninn. Þau fara nú ekki að segja nei við slíku tilboði aldarinnar er það?
Hér eru tvær myndir frá því kvöldi.

Aurora #1

Aurora #2

Eins og sést þá sáust norðurljósin ekkert svakalega vel sökum ljósmengurnar frá borginni og að þau voru líka ekkert svakalega björt sjálf. En við elskum þessar myndir sem sýna aðdáun parsins á ljósunum.

Það er kannski óþarfi að minnast á það að Axel fékk nöfn þeirra og netfang og sendi þeim myndirnar frítt.

Leave a reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.