Right click not available.

Book Online

* Please Fill Required Fields *

Það er gott að gefa!

Eða það finnst okkur allavega!

Það er hart í árinni hjá mörgum og því langar okkur að leggja okkar af mörkum til að leggja hönd á plóg og því höfum við ákveðið að gefa 15 fermingarmyndartökur til þeirra sem eiga lítið milli handanna.

Við viljum biðja viðkomandi aðila sem hafa áhuga á að skrá sig að fylla inn sínar upplýsingar í formið hér til hliðar. Við munum svo forgangsraða þeim sem skrá sig, en allir sem sækja um fá svar óháð því hvort það er já eða nei.

Við viljum biðja fólk að setja greinagóða lýsingu í reitinn “kynning” og útskýra af hverju þið ættuð að fá gefins myndatökuna.

Hvernig fer þetta fram?

Myndatakan færi fram td. í Hörpu eða í kirkju viðkomandi fermingarbarns, við tökum okkur um 30 mín í myndatökuna sjálfa og tökum margar stellingar, myndir af fermingarbarninu einu og með fjölskyldumeðlimum. Við veljum út bestu myndirnar úr tökunni og sendum þér hlekk á gallerý á netinu þar sem þú velur þínar uppáhalds 5 myndir sem við svo vinnum fyrir þig og skilum til þín stafrænt yfir netið.

Allar myndir koma í lit og svart hvítu, bæði í fullri stærð og í netupplausn sem hentar að deila á td. Facebook.