Right click not available.

Book Online

* Please Fill Required Fields *
Við viljum bjóða þremur konum, einum manni og einu pari að fá fría boudoir töku hjá okkur gegn því skilyrði að valdar myndir verði hægt að nota til auglýsingar hér á vefnum, bæði í portfolio og færslum sem gætu farið á Facebook og aðra samfélagsmiðla.

Hvað vantar?

Okkur vantar þrjár konur, einn mann og eitt par.

  • Kona á bilinu 18-30 ára gömul
  • Kona á bilinu 30-40 ára gömul
  • Kona 40+ ára gamla
  • Maður 25-40 ára gamall
  • Par á aldrinum 18-35 ára

Myndatakan færi fram á heimili viðkomandi en ef umrætt módel vill þá er hægt að leigja herbergi á hóteli á kostnað módels, til að hafa hlutlausan stað.

Hvernig fer þetta fram?

Við hittumst fyrst og förum yfir hvar og hvenær við ætlum að hafa tökuna og förum yfir undirfataval og fataval. Við skoðum myndir saman og sirkum út hvaða look við viljum ná með þínu útliti.

Milli okkar er gerður skriflegur samningur (model release) sem gefur ljósmyndara samþykki þitt til að birta valdar myndir á umræddum stöðum ofl.

Á settum degi fer takan fram, getur verið allt frá 30 mín upp í 4 klst eftir hvernig gengur og hvernig okkur tekst til. Fljótlega eftir tökuna setjum við nothæfar myndir á netið í lokað albúm fyrir þig til að skoða og velja þínar uppáhalds myndir, síðan tekur vinnsla mynda við.

Í lokin er bókin sett saman og pöntuð, þú færð strax vefvænu útgáfuna af myndum til eignar og þegar bókin kemur afhendum við þér hana.

Hvað þarf módel?

Módel þurfa að eiga falleg nærföt til að sitja fyrir í, gott er að eiga alveg hvít eða alveg svört nærföt eða nærfatasett, blúndur eru góðar en sloggy útlitið hentar sumum. Það fer alveg eftir persónunni en gott er að fara yfir mögulegan fatnað með okkur fyrir tökuna.

Módelið þarf að vita og vera meðvitað því að á meðan töku stendur getur það þurft að vera nakið, þó að það sé ekki endilega verið að mynda kynfæri eða brjóst.

Módel er hægt að mynda í fleirra en einu herbergi, vinsælt er að nota svefnherbergi, stofu og eldhús.

Hvað færð þú fyrir?

Allir sem taka þátt í þessu fá úrval af fallegum myndum af sér í hágæða ljósmyndabók, bæði í prenti og PDF. Auk þess fá allir myndirnar í vefvænni útgáfu.

Save